Ítölsk peru- og möndlukaka að hætti Alberts

Matarvefurinn elskar að kíkja í kaffi til Alberts, því það …
Matarvefurinn elskar að kíkja í kaffi til Alberts, því það er aldrei bara kaffi! mbl.is/Kristinn Magnússon

Mat­gæðing­ur­inn okk­ar hann Al­bert Ei­ríks­son sem­ur í hverj­um mánuði sér­leg­ar upp­skrift­ir fyr­ir Mat­ar­vef­inn. Nú er hann í bakst­ursstuði og við erum að elska það! „Það er nota­legt að finna ilm­inn af ný­bökuðu kaffimeðlæti, ein­hver óút­skýrð hlýja sem fylg­ir því. Peru- og möndl­ukakan er ein­föld og góð terta sem all­ir elska hana. Möndl­umjölið gef­ur ljúf­fengt bragð sem pass­ar vel með per­un­um. Kök­una má bera fram heita eða við stofu­hita. Það má líka minnka smjörið og nota olíu á móti, þannig verður kak­an enn þá mýkri og aðeins holl­ari. Bök­um og bjóðum upp í kaffi.“

Ítölsk peru- og möndlukaka að hætti Alberts

Vista Prenta

Ítölsk peru- og möndl­ukaka

125 g mjúkt smjör
125 g syk­ur
2 stór egg
50 g hveiti (1/​2 bolli)
100 g möndl­umjöl (1 bolli)
½ tsk. lyfti­duft
1/​3 tsk. salt
2 per­ur, flysjaðar og skorn­ar í helm­ing og svo í sneiðar
50 g möndlu­f­lög­ur
Flór­syk­ur til skrauts

Ofn í 188°C. Smyrjið 20 cm form og setjið bök­un­ar­papp­ír í botn. 

<span>Þeytið smjör og syk­ur, létt og ljóst. Bætið eggj­um sam­an við, einu í einu. </​span>

Hrærið hveiti, möndl­umjöl, lyfti­duft og salt var­lega sam­an við. Setjið í formið og raðið per­um ofan á.

Bakið í 25 mín. Dreifið möndlu­f­lög­um yfir og bakið áfram í 8-10 mín. Kælið, rennið hnífi í kring, fjar­lægið form­hring­inn og papp­ír­inn var­lega. Sigtið flór­syk­ur yfir áður en borið er fram.

Möndlukökur henta ákaflega vel með góðu prosecco eða nýlöguðu kaffi.
Möndl­u­kök­ur henta ákaf­lega vel með góðu prosecco eða ný­löguðu kaffi. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert