„Skilur enginn af hverju við erum að selja“

Linda Björg og Gylfi Bergmann.
Linda Björg og Gylfi Bergmann. Ófeigur Lýðsson

„Þetta er búið að fara fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Linda Björg Björsdóttir en hún ásamt Gylfa Bergmanni Heimissyni standa á bak við einn heitasta matarbílinn á markaðinum í dag. Bílinn gerðu þau skötuhjúin upp og skírðu The Gastro Truck og að sögn Lindu er búið að ganga vonum framar í sumar.

„Það skilur einmitt enginn af hverju við erum að selja bílinn,“ segir Linda. „Við hugsuðum þetta aldrei sem langtímaverkefni. Við dembdum okkur út í þetta og nú er kominn tími á næsta verkefni. Við erum því tilbúin að segja skilið við bílinn góða sem er búinn að gera stormandi lukku í sumar.“

Bíllinn er allur hinn glæsilegasti.
Bíllinn er allur hinn glæsilegasti. Ófeigur Lýðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert