Björn Ingi kaupir Argentínu steikhús

Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi Hrafnsson. mbl.is/Árni Sæberg

Björn Ingi Hrafnsson hefur fest kaup á Argentínu steikhúsi. Argentína er eitt rótgrónasta veitingahús landsins og aðspurður segist Björn Ingi ekki ætla fara út í neinar meiriháttar breytingar heldur byggja áfram á traustum og góðum grunni Argentínu.

„Ég er spenntur fyrir þessu verkefni. Ég hef alltaf haft mjög miklar mætur á þessum veitingastað og veit að svo er um fleiri. Af því að Argentína byggir á góðum og gildum hefðum steikhúsa verður ekki um neina byltingu að ræða, fremur ýmsar hægfara breytingar. En það er ýmislegt spennandi á döfinni sem gaman verður að setja í gang,“ segir Björn Ingi og Matarvefurinn fylgist að sjálfsögðu spenntur með.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert