Ekki borða alltaf það sama! Eitt nýtt krydd eða meðlæti á dag gerir tilveruna vissulega bragðmeiri og meira spennandi!
Góð jógúrtsósa lyftir svo sannarlega máltíðinni upp og hana má borða með góðri samvisku enda mun hitaeiningaminni en hefðbundnar heitar sósur. Þessa uppskrift nota ég gjarnan með grilluðum kjúkling, fisk eða miðausturlenskum kjötbollum.
200 g grískt jógúrt
1 msk. Za'atar-kryddblanda (fæst í Krydd- og tehúsinu)
1 tsk. límónusafi
1 tsk. hunang
6 myntulauf, söxuð
1/2 granatepli, innvolsið
Hrærið öllu saman nema 2 msk. af granateplakjörnum sem má gjarnan nota til að skreyta með.