Myndi elda hægðalosandi fyrir Trump

Jamie Oliver ásamt eiginkonu sinni, Jools Oliver.
Jamie Oliver ásamt eiginkonu sinni, Jools Oliver.

Breski kokkurinn Jamie Oliver var nýverið spurður hvort til stæði að hann eldaði fyrir forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, á næstunni.

Oliver sagði það ekki á dagskrá og reyndar forðaðist hann Bandaríkinn eins og heitan eldinn til að koma í veg fyrir að það myndi gerast.

Aðspurður hvað hann myndi elda ef til þess kæmi svaraði Oliver því til að hann myndi bíta á jaxlinn og vera ekkert nema fagmennskan uppmáluð, sagði hann í viðtali við The Russell Howard Hour, en bætti svo við:

„Ég myndi nýta alla mína þjálfun sem næringarfræðingur til að elda eitthvað sérlega hægðalosandi.“

Eftir að hann hafði sagt þetta dró hann hlæjandi í land og sagði að þetta hefðu verið ósjálfráð viðbrögð og ef hann hefði val myndi hann ekki taka í mál að elda fyrir forsetann.
Að því sögðu bætti hann við að sér þætti ólíklegt að hann yrði beðinn þar sem hann væri hrifnari af hollum mat en forsetinn væri sólgnari í skyndibita eins og frægt er orðið.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert