Ramsay tekinn í bakaríið

Gordon Ramsay.
Gordon Ramsay. mbl

Breski of­ur­kokk­ur­inn Gor­don Ramsay er þekkt­ur fyr­ir að liggja ekki á skoðunum sín­um þegar kem­ur að elda­mennsku - þá ekki síst þegar kem­ur að elda­mennsku annarra. Því er það alltaf bráðfyndið (ég veit!) þegar hann fær sjálf­ur á bauk­inn. 

Ramsay var á dög­un­um að elda fyr­ir thaí­lenska munka í þætt­in sín­um The F Word. Þar fékk hann að elda Pad Thai sem er einn af þjóðarrétt­um lands­ins og er ekki annað hægt að segja en að viðtök­urn­ar hafi verið blendn­ar. 

Hér fyr­ir neðan er mynd­brotið sem sýn­ir elda­mennsk­una og viðbrögðin og er ekki annað að sjá en að Ramsay taki gagn­rýn­inni nokkuð vel þrátt fyr­ir að vera af­skap­lega undr­andi. 

Mynd­brotið hef­ur farið um sam­fé­lags­miðla eins og eld­ur í sinu og þykir þetta al­mennt frem­ur skemmti­legt áhorfs og mjög svo óvænt þar sem Ramsay er al­mennt tal­inn einn besti kokk­ur heims. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka