Nachos-réttur sem þú munt elska

Nachos-réttur með ómótstæðilegri blöndu, cheddar-osti og tómatsalsa.
Nachos-réttur með ómótstæðilegri blöndu, cheddar-osti og tómatsalsa. mbl.is/Mummum

Eftir að hafa smakkað þetta nachos verður ekki aftur snúið. Þeir sem hafa ratað inn á veitingastaðinn Chili´s í Bandaríkjunum munu elska þennan rétt. Ein leið til að gera vel við sig og sína er að leyfa sér þetta og njóta án samviskubits.  

Nachos réttur sem þú munt elska (fyrir 4)

  • Stórar tortilla- eða nachos-flögur
  • 1 dós nýrnabaunir
  • 100 g chorizo-pylsa
  • 3 msk. ólífuolía
  • 2 msk. hveiti
  • 3 msk. mjólk
  • 125 g rifinn cheddar-ostur
  • 125 g havartí-ostur

Dreift á réttinn undir lokin

  • 200 g cheddar-ostur
  • Jalapenjó

Aðferð:

  1. Fjarlægið himnuna af chorizo-pylsunni og skerið í sneiðar. Steikið á pönnu upp úr smávegis af olíu.  
  2. Bætið við nýrnabaunum, havartí- og cheddar-ostinum.
  3. Því næst blandast hveitið við, síðan mjólkin og hrærið vel saman.
  4. Hellið öllu í blandara og maukið saman.
  5. Smyrjið stórar nachos-flögurnar með blöndunni og dreifið cheddar-osti yfir. Leggið á plötu og bakið þar til osturinn hefur bráðnað. Setjið jalapenjó yfir hverja flögu þegar tilbúið. 
  6. Berið fram með salsa, sýrðum rjóma, maís, guacamole eða því sem hugurinn girnist.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert