Alvöru ítalskt carbonara

mbl.is/TheFoodClub

Við elsk­um allt sem kem­ur úr ít­ölsku eld­húsi eins og car­bon­ara með bei­koni og par­mes­an. Og ef maður vill gera vel við sig er til­valið að splæsa í eitt hvít­víns­glas til að full­komna máltíðina.

Alvöru ítalskt carbonara

Vista Prenta

Car­bon­ara á ít­alsk­an máta (fyr­ir 3-4)

  • 250 g bei­kon
  • 600 g gott spaghettí
  • 2 feit­ir hvít­lauk­ar
  • 2 rauðlauk­ar
  • 50 g par­mes­an-ost­ur
  • 4 eggj­ar­auður
  • 1,5 dl rjómi
  • Salt og pip­ar

Aðferð:

  1. Steikið bei­kon á þurri pönnu þar til það er orðið stökkt. Leggið það á eld­húsrúllu og leyfið fit­unni að leka af.
  2. Sjóðið spaghettíið sam­kvæmt leiðbein­ing­um.
  3. Saxið hvít­lauk og rauðlauk fínt og steikið í augna­blik á pönn­unni. Hrærið sam­an par­mes­an, eggj­ar­auðum og rjóma og hellið út á pönn­una og bætið spaghettí­inu við. Blandið vel sam­an og bætið bei­koni út í – smakkið til með salti og pip­ar.
  4. Berið strax fram með góðu sal­ati.
Carbonara er allt sem þú þarft á matseðilinn þinn í …
Car­bon­ara er allt sem þú þarft á mat­seðil­inn þinn í dag. mbl.is/​TheFoodClub
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka