Nú dregur heldur betur til tíðinda því Coke hefur tilkynnt að von sé á nýrri kókbragðtegund. Við erum að tala um bragðtegund sem eiginlega hljómar of galin til að vera sönn.
Appelsínu- og vanillubragð mun einkenna nýja kókið og við væntum þess að búið sé að bragðprófa það á hundruðum ef ekki þúsundum sjálfboðaliða sem hafa tekið vel í uppátækið.
Nýja kókið er væntanlegt í verslanir vestanhafs 25. febrúar en ekki hefur enn verið gefið út hvort það verður einnig framleitt hér á landi eða hvort við þurfum að bíða þolinmóð eftir Amerískum dögum í Hagkaup sem koma vonandi fljótt því nýja kókið verður víst einungis í boði í takmarkaðan tíma.