Grillaður lax í gourmet-hollustu útgáfu

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Það er mánudagur. Veðrið er heilt á litið gott. Það þýðir að við borðum hollustufæði. Þannig virkar það nú bara og þýðir ekkert að mótmæla.

Þessi laxaréttur - sem sumir myndu sjálfsagt kalla salat er akkúrrat það sem þarf á degi sem þessum og því mælum við með honum alla leið.

Uppskriftin kemur úr smiðju Berglindar Hreiðars á Gotteri.is

Salat með grilluðum laxi

Fyrir um 4-5 manns

  • 700 g grillaður lax (kryddaður með góðu fiskikryddi)
  • blandað salat (1 poki)
  • agúrka skorin í ræmur
  • 1 stk. avokadó skorið í bita
  • fetaostur og olía
  • kasjúhnetur

Öllu nema laxi blandað saman í fallega skál og laxinn síðan rifinn yfir. Gott er að leyfa laxinum aðeins að kólna áður en hann er settur yfir en einnig má nota kaldan, eldaðan lax (t.d. ef það er til afgangur).

Mæli með að bera fram gott hvítlauksbrauð eða annað brauð með salatinu.

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka