43% samdráttur í áfengisneyslu

00:00
00:00

Áfeng­isneysla dróst sam­an um 43% í Rússlandi á ára­bil­inu 2003-2016 að því er fram kem­ur í skýrslu Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­ar­inn­ar (WHO).

Eru ástæður sam­drátt­ar­ins sagðar að mestu til komn­ar vegna aðgerða stjórn­valda til að ná stjórn á áfeng­isneyslu og til­rauna til að hvetja til heil­brigðari lífstíls.

Seg­ir WHO sam­drátt­inn í áfeng­isneyslu tengj­ast bætt­um lífs­lík­um Rússa, sem voru áður í hópi þeirra þjóða í heim­in­um sem neyttu hvað mest áfeng­is.

„Áfeng­isneysla hef­ur lengi verið tal­in ein af helstu dánar­or­sök­um í Rússlandi, sér­stak­lega hjá karl­mönn­um á vinnualdri,“ seg­ir í skýrsl­unni.

Á tíma­bil­inu frá 2003-2018 hafi hins veg­ar dregið úr áfeng­isneyslu og dauðsföll­um sömu­leiðis og sé breyt­ing­in hvað mest í þeim mál­um þar sem dánar­or­sök­ina má rekja til áfeng­isneyslu.

Náði meðallíf­ald­ur Rússa nýj­um hæðum í fyrra, þegar hann mæld­ist 68 ár fyr­ir karla og 78 ár fyr­ir kon­ur.

Að sögn BBC var það Dmi­try Med­vedev, fyrr­ver­andi for­seti Rúss­lands, sem í sinni stjórn­artíð setti höml­ur á áfengisaug­lýs­ing­ar, hækkaði skatta á áfengi og bannaði sölu áfeng­is á viss­um tím­um sól­ar­hrings. Bann var einnig lagt við neyslu áfeng­is á göt­um úti og seg­ir BBC lög­reglu dug­lega að sekta þá sem ger­ist sek­ir um slíkt sem dugi til að flest­ir virði regl­urn­ar.

Með stækk­andi miðstétt hafi heilsu­vit­und Rússa líka auk­ist og með því hafi áfeng­isneysl­an tekið breyt­ing­um. Í fá­tæk­ari byggðum þar sem heima­brugg er enn al­gengt er áfeng­isneysl­an þó enn mik­il.

Rússar voru áður í hópi þeirra þjóða í heiminum sem …
Rúss­ar voru áður í hópi þeirra þjóða í heim­in­um sem neyttu hvað mest áfeng­is. mbl.is/​naturallysa­vvy.com
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert