Alls ekki skola diskana sem fara í uppþvottavélina

Vaskar þú upp eða notast þú við uppþvottavél?
Vaskar þú upp eða notast þú við uppþvottavél? mbl.is/Colourbox

Mörg okk­ar höf­um vanið okk­ur á að skola disk­ana áður en þeir fara í uppþvotta­vél­ina. Það er ein­fald­lega rök­rétt að maður hefði haldið en að mati sér­fræðing­anna áttu alls ekki að gera það. Það þýðir þó ekki að mat­ar­leyf­arn­ar eigi að fara með í vél­ina held­ur skal skafa af diskn­um og setja hann þannig í vél­ina. Og hér eru ástæðurn­ar:

Í fyrsta lagi eyk­ur það lík­urn­ar á að þú rugl­ist og hald­ir að disk­arn­ir séu þvegn­ir. Marg­ir kann­ast við þessi mis­tök.

Í öðru lagi þá þarf þvotta­efnið mat­ar­leyf­arn­ar til að sinna hlut­verki sínu vel. Það er vegna þess að ensím­in í þvottefn­inu eru hönnuð til að fest­ast við mat­ar­leyf­arn­ar og án þeirra skol­ast það bara burt.

Í þriðja lagi eru flest­ar nú­tíma uppþvotta­vél­ar hannaðar til að meta hversu mikið vatn þarf eft­ir því hversu skít­ugt vatnið er. Ef disk­arn­ir eru of hrein­ir þvær vél­in disk­ana ekki jafn vel og til er ætl­ast og disk­arn­ir verða ekki jafn hrein­ir. Það á sér­stak­lega við þegar búið er að skola nán­ast allt nema ílátið und­an matn­um þar sem mat­ar­leyf­arn­ar eru hvað fast­ast­ar og þrufa meiri þvott. Í þeim til­fell­um hanga mat­ar­leyf­arn­ar oft ennþá á eft­ir lang­an þvott­inn því uppþvotta­vél­in mat það svo að disk­arn­ir væru orðnir hrein­ir.

mbl.is/​Colour­box
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert