Missti 70 kíló og segir lífið allt annað

Ljósmynd/Healthy Mummy.com

Við elskum árangurssögur þar sem fólki tekst að breyta lífi sínu í átt til hins betra. Hin 34 ára Heidi Reynolds vó 135 kíló og vildi umbreyta lífi sínu og heilsu til hins betra. Hún tók verkefnið alvarlega og á tveimur og hálfu ári hafði hún misst 70 kíló.

Heidi studdist aðallega við breytt mataræði og fór eftir prógrammi á vegum vefsíðunnar Healthy Mummy sem einblínir á stuðning við konur sem hafa átt börn (þó að allir séu velkomnir). Með matarprógrammi frá vefsíðunni og meðvitaðri neyslu á heilbrigðu fæði fór hún smám saman að léttast og í dag segir hún að líf hennar hafi umbreyst til hins betra. „Ég fór úr því að vera afar óhamingjusöm í það að lifa lífinu sem mig hefur alltaf dreymt um.“

Að sjálfsögðu er þetta ekki fyrir alla en fyrir þá sem vilja breyta mataræðinu og taka líf sitt í gegn með þessum hætti er snjallt að fylgja áætlun sem auðvelt er að nálgast. Matarráðgjafar og næringarfræðingar eru líka mikilvægir og margir sem fá aðstoð slíkra sérfræðinga til að ná árangri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert