Nýr moli í Mackintosh-dósunum fyrir jólin

Macintoshmolinn nýi.
Macintoshmolinn nýi.

Ell­efu dag­ar eru nú til jóla og hátíðarand­inn er kom­inn yfir marga. Ómiss­andi liður í jóla­hald­inu á mörg­um heim­il­um er Mackintosh-sæl­gætið sem fylgt hef­ur þjóðinni um ára­tuga­skeið.

Nú ber svo við að breyt­ing­ar hafa verið gerðar á inni­haldi Mackintosh-doll­unn­ar. Brúni kara­mellu­mol­inn sem notið hef­ur tals­verðra vin­sælda er ekki leng­ur á boðstól­um en í hans stað er kom­inn skærgul­ur moli. Und­ir gulu umbúðunum leyn­ist súkkulaðihjúpuð salt­kara­mella.

„Við höf­um ekki fengið nein viðbrögð enn. Þetta kom bara svona úr fram­leiðslunni fyr­ir jól­in. Ég stjórna þessu ekki,“ seg­ir Ásgeir Magnús­son, vörumerkja­stjóri hjá Danól sem flyt­ur sæl­gætið inn.

Ólík­legt má telja að þess­ar breyt­ing­ar hafi mik­il áhrif á neyslu Mackintosh fyr­ir jól­in, jafn­vel þótt flest­ir eigi sér upp­á­halds­mola og marg­ir muni sakna þess brúna. Að sögn Ásgeirs graðga Íslend­ing­ar um hundrað tonn af Mackintosh í sig um hver jól. hdm@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka