Pottréttur til að ylja sér yfir þegar kuldinn bítur í kinnarnar. Hér er kjúklingur í rjómasósubaði með sveppum og borinn fram með hrísgrjónum. Alveg eins og við viljum hafa þetta.
Dásamlegur kjúklingapottréttur (fyrir 4)
- 500 g kjúklingabringur
- 1 laukur
- 250 g brúnir sveppir
- 1 papríka
- 2 msk. ólífuolía til steikingar
- 1 msk. papríkukrydd
- 1 tsk. timían
- 1 msk. tómatpuré
- 2,5 dl grænmetiskraftur
- 1 bakki cherry tómatar
- 2 dl rjómi
- 1 msk. eplaedik
- ½ tsk. sykur
- Salt og pipar
Annað:
- 4 dl hrísgrjón
- Handfylli steinselja
Aðferð:
- Skerið kjúklinginn í strimla.
- Skerið laukinn í þunnar ræmur, papríkuna í strimla og skerið sveppina til helminga.
- Steikið kjúklinginn upp úr olíu í potti og leggið til hliðar.
- Steikið lauk, sveppi og papríku í pottinum í 2-3 mínútur. Setjið þá kjúklinginn aftur út í pottinn og kryddið með papríkukryddi og timían. Bætið tómatpuré út á og hrærið vel saman.
- Hellið grænmetiskraftinum saman við og cherry tómötunum, ásamt rjómanum. Leyfið suðunni að koma upp. Lækkið þá undir hitanum og látið malla í 15 mínútur.
- Smakkið sósuna til með eplaediki, sykri, salti og pipar.
- Sjóðið hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum og berið fram með kjúklingapottréttinum og saxaðri steinselju.