Einn áhrifamesti maður heims borðar aðeins eina máltíð á dag

Jack Dorsey er 43 ára gamall og hugsar einstaklega vel …
Jack Dorsey er 43 ára gamall og hugsar einstaklega vel um líkama og sál.

Tækni­mó­gúll­inn og for­stjóri Twitter, Jack Dors­ey, er áhuga­verður maður. Hann lif­ir af­skap­lega skipu­lögðu lífi þar sem hvert smá­atriði er út­pælt. Hann er mik­ill áhugamaður um heil­brigðan lífs­stíl og hvernig hann há­mark­ar eig­in getu og af­köst á hverj­um degi.

Hann hug­leiðir í tvo tíma á dag, geng­ur í vinn­una, stund­ar skorpu­lík­ams­rækt og borðar ein­göngu eina máltíð á dag.

Að hans sögn hef­ur það marg­faldað ein­beit­ingu hans en á þess­um tíma­punkti er ekki vitað hvort hann drekk­ur ein­göngu vatn yfir dag­inn eða hvort hann fær sér drykki sem inni­halda nær­ingu. Hann borðar alltaf kvöld­mat og reynd­ir þá að blanda sam­an próteini og græn­meti.

Í þess­um podcastþætti fer hann yfir sögu sína og þar kenn­ir ým­issa grasa enda áhuga­verður ein­stak­ling­ur með ein­dæm­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert