Nú geta sveppaunnendur andað léttar því í ljós hefur komið að það er í góðu lagi að þvo sveppi í vatni. Almenna trúin var sú að það væri betra að þerra þá þar sem þeir drægju allan vökvann í sig og töpuðu persónuleika sínum en J.Kenji López-Alt sem skrifaði bókina The Food Lab: Better Home Cooking Through Sience, afsannaði þessa kenningu. Hann segir að sveppirnir dragi í sig vökva en einungis sem nemur 2% af þyngd þeirra. Það er því í góðu lagi að dýfa þeim í vatn.