Vodkaframleiðandi varar við heimagerðu spritti

AFP

Heim­ur­inn hamstr­ar nú hand­spritt sem er víða orðið upp­selt og hafa menn því gripið til þess ráðs að búa til sitt eigið heima­gerða hand­spritt.

Vod­kafram­leiðand­inn Tito í Banda­ríkj­un­um sá sig knú­inn í nafni al­manna­varna til að senda frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem varað var við því að nota vod­ka í heima­gerðar hand­hreinsi­blönd­ur.

Mælt sé með því að notað sé áfengi yfir 60% að styrk­leika til að ná fullri sótt­hreins­un. Með venju­leg­um heim­il­is­vod­ka sé ekki hægt að tryggja ár­ang­ur­inn og það sé því óráð að nota slík­an vökva.

Ljós­mynd/​Skjá­skot
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka