Veganbúðin er í miklum vexti

Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir framkvæmdastjóri Veganbúðarinnar.
Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir framkvæmdastjóri Veganbúðarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sæ­unn Ingi­björg Marinós­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Veg­an­búðar­inn­ar, seg­ir versl­un­ina hafa verið opnaða í Hafnar­f­irði 1. nóv­em­ber 2018. Þá sem net­versl­un þar sem viðskipta­vin­ir pöntuðu heim eða sóttu vör­ur í 30 m2 versl­un­ar­rými.

„Við vor­um þá með 30 vör­ur. Þetta var lítið og krútt­legt en smám sam­an hef­ur eft­ir­spurn­in verið svo kröfu­hörð og há­vær að við höf­um stigið eitt skref í einu til að anna henni. Við höfðum fyrst opið í fjóra tíma á laug­ar­dög­um í litlu rými við Strand­götu í Hafnar­f­irði. Og smám sam­an hef­ur þetta breyst í al­vöru­búð sem fólk mæt­ir í og ger­ir stór­an hluta sinna inn­kaupa.“

Í kring­um sam­komu­bannið

Veg­an­búðin var á Strand­götu þar til hún var flutt í Faxa­fen 14 í mars sl., eða rétt eft­ir að sam­komu­bann var sett út af kór­ónu­veirunni.

Veganbúðin opnaði í Faxafeni 14 í mars sl.
Veg­an­búðin opnaði í Faxa­feni 14 í mars sl. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Fólki fannst gam­an að koma til okk­ar á laug­ar­dög­um, skoða sig um og prófa eitt­hvað nýtt. Valið var annaðhvort að stækka búðina veru­lega og hafa hana opna alla daga, eða halda okk­ur við net­söl­una. Við rennd­um að sumu leyti blint í sjó­inn með því að fara í svona miklu stærra hús­næði með miklu meira vöru­úr­val. Það veðmál gekk upp.

Það hef­ur gengið æv­in­týra­lega vel. Við átt­um von á að þetta myndi verða mjög ró­legt til að byrja með og kannski vaxa upp í að verða al­vöru­búð á nokkr­um árum en við höf­um þris­var þurft að stækka rýmið í búðinni og höf­um eig­in­lega ekki haft und­an. Þannig að viðtök­urn­ar hafa verið fram­ar villt­ustu von­um.“

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert