Veganbúðin er í miklum vexti

Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir framkvæmdastjóri Veganbúðarinnar.
Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir framkvæmdastjóri Veganbúðarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Veganbúðarinnar, segir verslunina hafa verið opnaða í Hafnarfirði 1. nóvember 2018. Þá sem netverslun þar sem viðskiptavinir pöntuðu heim eða sóttu vörur í 30 m2 verslunarrými.

„Við vorum þá með 30 vörur. Þetta var lítið og krúttlegt en smám saman hefur eftirspurnin verið svo kröfuhörð og hávær að við höfum stigið eitt skref í einu til að anna henni. Við höfðum fyrst opið í fjóra tíma á laugardögum í litlu rými við Strandgötu í Hafnarfirði. Og smám saman hefur þetta breyst í alvörubúð sem fólk mætir í og gerir stóran hluta sinna innkaupa.“

Í kringum samkomubannið

Veganbúðin var á Strandgötu þar til hún var flutt í Faxafen 14 í mars sl., eða rétt eftir að samkomubann var sett út af kórónuveirunni.

Veganbúðin opnaði í Faxafeni 14 í mars sl.
Veganbúðin opnaði í Faxafeni 14 í mars sl. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Fólki fannst gaman að koma til okkar á laugardögum, skoða sig um og prófa eitthvað nýtt. Valið var annaðhvort að stækka búðina verulega og hafa hana opna alla daga, eða halda okkur við netsöluna. Við renndum að sumu leyti blint í sjóinn með því að fara í svona miklu stærra húsnæði með miklu meira vöruúrval. Það veðmál gekk upp.

Það hefur gengið ævintýralega vel. Við áttum von á að þetta myndi verða mjög rólegt til að byrja með og kannski vaxa upp í að verða alvörubúð á nokkrum árum en við höfum þrisvar þurft að stækka rýmið í búðinni og höfum eiginlega ekki haft undan. Þannig að viðtökurnar hafa verið framar villtustu vonum.“

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert