Það er fátt skemmtilegra en þegar stórveldi á borð við Cheerios ákveða að flippa smá og bjóða upp á ný afbrigði af sígildri vöru - svona rétt til að gleða almúgann sem er farinn að þrá smá tilbreytingu í lífið.
Hagkaup hefur verið fremst í flokki við að færa okkur þessar dásemdir á Amerískum dögum hjá sér en hvar við nálgumst þessa nýjustu snilld skal ósagt látið hér.
Við erum að tala um Cheerios með jarðarberja- og súkkulaðibragði. Og til að toppa það þá er bragðinu ekki blandað saman heldur er helmingurinn af hringjunum bleikur með jarðarberjabragði og hinn helmingurinn brúnn með súkkulaðibragði.
Ef þið komist yfir slíka dásemd ráðleggjum við ykkur að bjóða öllum áhugasömum álfavinum og Barbiedúkku-leikurum að fá smá enda fátt huggulegra í smágerð dúkkueldhús heldur en smá-kleinuhringir eins og það er kallað.