Ekkert misferli í pítsuosti

Pítsuostur hefur verið nefndur í umræðunni.
Pítsuostur hefur verið nefndur í umræðunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tals­vert hef­ur verið fjallað að und­an­förnu um mis­ræmi í töl­um Evr­ópu­sam­bands­ins um út­flutn­ing á bú­vör­um til Íslands og töl­um ís­lenskra stjórn­valda um inn­flutn­ing.

Á þetta er bent í til­kynn­ingu frá Fé­lagi at­vinnu­rek­enda, þar sem tekið er fram að starfs­hóp­ur á veg­um fjár­málaráðuneyt­is­ins hafi kom­ist að þeirri niður­stöðu að lítið mis­ræmi væri í töl­um um kjötviðskipti, en á ár­un­um 2017-2019 hefði 21% meira verið flutt út af mjólk­ur­vör­um til Íslands sam­kvæmt töl­um ESB en ís­lensk tolla­yf­ir­völd hefðu skráð inn til lands­ins.

Geti verið flokkuð á ólík­an hátt í tveim­ur lönd­um

Í minn­is­blaði, sem hóp­ur­inn skilaði með niður­stöðum sín­um, hafi verið nefnd­ar ýmar or­sak­ir sem gætu skýrt þenn­an mun.

„Marg­ar snúa að gæðum þeirra gagna, sem fylgja vör­um í milli­ríkjaviðskipt­um og eru frem­ur tækni­legs eðlis en að um sé að ræða eitt­hvert mis­ferli,“ seg­ir í til­kynn­ingu fé­lags­ins.

Ein lík­leg­asta ástæðan fyr­ir mis­ræm­inu sé mis­flokk­un vöru, þ.e. að hún sé flokkuð á ólík­an hátt á milli landa.

„Vara get­ur verið flokkuð á ólík­an hátt í tveim­ur lönd­um, ann­ars veg­ar vegna mistaka, þ.e. óvart er sett rangt toll­skrár­núm­er, eða sá sem fyll­ir út skýrsl­una veit ekki bet­ur. Hins veg­ar get­ur verið sett rangt toll­skrár­núm­er af ásetn­ingi til að forðast greiðslu aðflutn­ings­gjalda þar sem gjöld eru mis­jöfn eft­ir toll­skrár­núm­er­um,“ seg­ir í minn­is­blaðinu.

Sér­stak­lega fram­leidd fyr­ir pítsu­gerð

Fé­lagið seg­ir ýmsa tals­menn land­búnaðar­ins „hafa beint allri at­hygli að síðast­nefndu skýr­ing­unni og haft uppi stór orð um lög­brot, mis­ferli og smygl“.

Í því sam­hengi hafi sér­stak­lega verið nefnd­ur inn­flutn­ing­ur á pítsu­osti, sem inni­held­ur jurta­ol­íu og hef­ur verið flutt­ur inn til lands­ins án tolla.

Fé­lagið hafi í fram­haldi aflað upp­lýs­inga hjá fjár­málaráðuneyt­inu og hjá fé­lags­mönn­um sín­um sem flytja inn pítsu­ost.

Sú upp­lýs­inga­öfl­un hafi leitt þrennt í ljós.

„Í fyrsta lagi er um að ræða vöru, sem sér­stak­lega er fram­leidd fyr­ir pitsu­gerð með jurta­olíu­blönd­un til þess að ost­ur­inn bráðni jafn­ar og bet­ur, brenni síður og haldi gæðum leng­ur. Eng­in sam­bæri­leg vara er til frá inn­lend­um fram­leiðend­um.

Í öðru lagi hafa þeir pitsu­ost­ar með jurta­ol­íu, sem fé­lags­menn FA hafa flutt inn, verið flutt­ir út úr ríkj­um ESB og inn til Íslands á sömu toll­núm­er­um. Sá inn­flutn­ing­ur út­skýr­ir því ekki mis­ræmi í út- og inn­flutn­ingstöl­um og skýr­inga á því hlýt­ur að vera að leita ann­ars staðar,“ seg­ir í til­kynn­ingu FA.

Fær­ist um flokk við blönd­un jurta­ol­íu

„Í þriðja lagi ligg­ur fyr­ir að viðkom­andi vör­ur hafa verið toll­flokkaðar með þeim hætti sem um ræðir, þ.e. í þá kafla toll­skrár sem ekki bera tolla, árum sam­an og með fullri vitn­eskju og samþykki tolla­yf­ir­valda. Sér­fræðing­ar toll­gæslu­stjóra hafa verið ein­dregið þeirr­ar skoðunar að við blönd­un jurta­ol­íu við ost úr kúamjólk fær­ist var­an úr 4. kafla toll­skrár í þann 21. Þeir hafa um þessa flokk­un m.a. leitað ráðgjaf­ar hjá er­lend­um toll­gæslu­embætt­um og aflað álits Alþjóðatolla­mála­stofn­un­ar­inn­ar (WCO).“

Á und­an­förn­um mánuðum hafi hags­munaaðilar í land­búnaði, þ.e. Bænda­sam­tök Íslands, Lands­sam­band kúa­bænda og Mjólk­ur­sam­sal­an, farið fram á það við stjórn­völd að toll­flokk­un um­ræddra vara verði breytt, þannig að þær beri háa tolla og hækki þar af leiðandi í verði.

„Þannig sé hag­ur um­ræddra aðila rétt­ur í sam­keppni við inn­flutn­ing, á kostnað neyt­enda. Fjár­málaráðuneytið hef­ur tekið und­ir þess­ar kröf­ur, a.m.k. hvað varðar sum­ar teg­und­ir slíkra pitsu­osta, og beint því til toll­gæslu­stjóra að um­rædd­ar vör­ur verði flokkaðar í 4. kafla toll­skrár­inn­ar, sem ber háa tolla. Um­rædd fyr­ir­tæki skoða nú stöðu sína vegna þess­ar­ar breyt­ing­ar á ára­langri fram­kvæmd,“ seg­ir enn frem­ur í til­kynn­ing­unni.

Eft­ir standi hins veg­ar að ekki sé nokk­ur leið að saka um­rædd fyr­ir­tæki um tolla­s­vindl, smygl eða önn­ur lög­brot.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert