Nýr ævintýralegur bjór frá Ölverki

Eilífur er ný viðbót í Ölverks fjölskylduna í Hveragerði. Það …
Eilífur er ný viðbót í Ölverks fjölskylduna í Hveragerði. Það er Cirkus stúdíó sem á heiðurinn að útlitshönnun vörunnar. mbl.is/Ölverk

Það þarf ekki að fara langt til að sækja Ei­líf í dós, því Ei­líf­ur er ný viðbót í Ölverks­fjöl­skyld­una í Hvera­gerði.

Á face­booksíðu Ölverks kynn­ir brugg­húsið nýj­an gyllt­an pil­sner í dós, en í Hvera­gerði má finna gos­hver­inn Ei­líf og því til­valið að taka sunnu­dags­bíltúr að skoða hver­inn og smakka á hon­um líka.

Í frétta­til­kynn­ingu Ölverks seg­ir: „Þetta er hann Ei­líf­ur og hann er nú fá­an­leg­ur til smakks á Ölverki. Inn­an skamms verður hann svo einnig að finna í sér­völd­um áfeng­is­versl­un­um ÁTVR og hver veit nema á fleiri stöðum. Ei­líf­ur í Hvera­gerði er eft­ir­læti ferðamanna, sann­kallaður gos­hver fólks­ins, enda gýs hann nokkuð reglu­lega með góðri hjálp. Þess vegna var vel við hæfi að nefna þenn­an frísk­andi pil­sner eft­ir hon­um. Hann er fal­lega gyllt­ur og lykt af blóm­leg­um ávaxtatón­um læðist í gegn­um maltið. Bragðið mynd­ar svo full­komið jafn­vægi milli sætu og beiskju. Já, hér má svo sann­ar­lega finna eitt­hvað fyr­ir alla.“

Goshverinn Eilífur í Hveragerði.
Gos­hver­inn Ei­líf­ur í Hvera­gerði. mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert