Matarvagninn Hengifoss Food Truck var vígður formlega við góðmenna og hátíðlega athöfn, við rætur Hengifoss í Fljótsdal á fimmtudag. Ann-Marie Schlutz rekur vagninn og selur matvörur sem hún framleiðir sjálf.
Á meðal þess sem selt er í vagninum er sauðamjólkurís. Ann-Marie segir að hún hafi lengi haft áhuga á að nýta sauðamjólkina og að ís hafi verið besti kosturinn þar sem sauðamjólk er afar takmörkuð auðlind og heimtur séu góðar í ísgerð. Sauðamjólkurís segir hún algjörlega efnistaka vöru sem ekki sé hægt að fá víða.
Ann-Marie, sem er þýsk að uppruna en hefur búið á Íslandi í fimm ár, hefur gengið með hugmyndina um matarvagn í maganum í nokkurn tíma sem og að bjóða upp á þjónustu við Hengifoss, sem lengi vel var helsta aðdráttaraflið á svæðinu. Núna sé góður tími til að ráðast í málið með heimsfaraldur að baki.
Hún segir að hún hafi ákveðið að hefja rekstur matarvagns vegna þess að henni þykir það skemmtilegt rekstarform sem hægt er að færa til og finnst gott að vera úti í sólinni.
Ann-Marie starfaði í ísbúð í Bandaríkjunum sumarið þegar hún var 18 ára og segir sérstaklega gaman að bera fram ís. Það sé vara sem færi svo mörgum hamingju.
Þá sótti Ann-Marei námskeið hjá Uwe Koch, þekktum ísgerðarmanni í Þýskalandi. Þar hafi verið lögð mikil áhersla á ferskt hráefni og blátt bann við bragð-íblöndunarefnum. Þá lífsspeki hefur Ann haft með sér í öllu ferlinu og vinnur aðeins ís úr fersku staðbundnu hráefni.
Sauðamjólkurís er hægt að fá hjá Ann-Marie með bláberjum eða rebbabara, beint úr garðinum. Ann gerir einnig venjulegan kúamjólkurís og sorbet-ís.
Í matarvagninum er einnig hægt að fá vöfflur eftir uppskrif ömmu Ann-Marie, kjötsúpu, grænmetissúpu og drykki.
Ann-Marie segir að hún sé rétt að byrja í matseldinni og hafi ýmsar hugmyndir um vöruþróun. Til dæmis sé hún að tilraunast með gæsaegg.