Smartasta eldhúshilla landsins í nýjum lit

Flottasta eldhúshilla landsins er nú fáanleg í nýjum lit.
Flottasta eldhúshilla landsins er nú fáanleg í nýjum lit. mbl.is/Former

Þegar fréttir berast frá íslenska fyrirtækinu FORMER, þá verðum við hér á Matarvefnum afar spennt. En FORMER hannar án efa flottustu eldhúshillu sem sést hefur hér á landi og nú í nýjum lit.

Nýjasta viðbót FORMER, er hin eftirsótta hillla sem kallast VERA – í nýjum ljósgráum lit. Hillan er alls ekki síðri en sú upprunalega sem er í svörtu. „Við erum ótrúlega ánægð að geta boðið VERA hilluna nú í ljósgráu (RAL 7004). Erum hægt og rólega að bæta vöruúrvalið hjá okkur, og er þetta liður í því að svara kallinu frá okkar kúnnum – það er, að bjóða hilluna í fleiri litum. Við teljum að þessi litur endurspegli vel þau gildi sem hillan stendur fyrir, léttleiki í formi og rými“, segir Ellert Hreinsson annar hönnuður og eigandi FORMER í samtali. Og bætir því við að fleiri nýjungar eru væntanlegar frá fyrirtækinu sem við erum ekki síður spennt fyrir – og ef marka má heimildir, þá er um tímamótahönnun fyrir eldhúsið sem hönnuð er hér á landi. Fylgist með!

Hillan kallast VERA og er hönnuð af FORMER.
Hillan kallast VERA og er hönnuð af FORMER. mbl.is/Former
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert