Þetta er fjölskyldan sem tekur við Litlu kaffistofunni

Líkt og glöggir kunna að sjá er um að ræða …
Líkt og glöggir kunna að sjá er um að ræða Hlöðver Sig­urðsson og Kolfinnu Guðmunds­dótt­ir, stofnendur Hlöllabáta, auk dætra þeirra þriggja. Ljósmynd/Facebook

Nýir rekstraraðilar Litlu kaffistofunnar hafa nú gert grein fyrir sjálfum sér en ljóst varð í lok júlí að kaffistofan opnaði á ný í ágúst eftir að fyrri rekstaraðilar ákváðu að hætta.

„Þessi fjölskylda er samheldin og samrýmd og hefur unnið saman að ýmsum verkefnum í gegnum árin – næsta verkefni er litla kaffistofan,“ segir í tilkynningu á facebooksíðu Litlu kaffistofunnar. Þar má sjá mynd af fjölskyldunni en líkt og glöggir kunna að sjá er um að ræða Hlöðver Sig­urðsson og Kolfinnu Guðmunds­dótt­ir, stofnendur Hlöllabáta, auk dætra þeirra þriggja.

Þau segjast spennt fyrir komandi tímum á kaffistofunni, nú bíði þau eftir að starfsleyfi verði gefið út.

„Við hlökkum mikið til að opna dyrnar að Litlu kaffistofunni að nýju og getum ekki beðið eftir að hitta ykkur öll.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert