Fólk sem skreytir snemma fyrir jólin er glaðara en aðrir

Hvenær ætlar þú að byrja að skreyta fyrir jólin?
Hvenær ætlar þú að byrja að skreyta fyrir jólin? mbl.is/

Svo virðist sem við eigum að hendast sem alla fyrst í geymsluna og ná í jóladótið, því fólk sem skreytir fyrr fyrir jólin er glaðara en aðrir. 

Fjölmiðlar þar ytra hafa ítrekað verið að gefa út að þeir sem skreyta snemma fyrir jólin eru ánægðari sálir en aðrir sem eru á bremsunni og bíða með að setja upp ljós og glimmer. En ameríska síðan UniLad hefur rætt við tvo sálfræðinga um málið og niðurstaðan er þessi - í heimi þar sem fólk lifir við mikið stress og kvíða, þá vill það upplifa eitthvað jákvætt eins og jólaskraut og ljósaseríur sem minnir það á barnæskuna. Því fyrr sem þú skreytir fyrir jólin, því betra fyrir geðheilsuna.

Það er ekki eftir neinu að bíða, en að draga fram jólakassann og byrja að skreyta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert