Heitustu eldhústrendin fyrir 2022

Ljósmynd/Marie Flanigan Interiors

Hvað skyldi komandi ár bera í skauti sér í eldhúshönnun? Við tókum rúnt á veraldarvefnum og komumst að því að þetta er það sem sérfræðingarnir telja að muni trenda árið 2022.

Stórir búrskápar

Við höfum reyndar spáð þessu lengi hér á Matarvefnum en loksins virðist fólk vera að átta sig á þessu.

Breytileg lýsing

Eitt það allra heitasta er að geta stýrt lýsingunni í eldhúsinu. Er hér bæði átt við birtustig og staðsetningu ljósa. Þannig eru stórar hreyfanlegar ljósakrónur sjóðheitar.

Endurvinnsla

Fólk er farið að nýta betur. Bæði hluti og hráefni og eldhúsin fara að bera þess merki. Betra og útpældara skipulag, betri flokkun og fleira í þeim dúr.

Listaverk

Myndlist er að fá stærra rými í eldhúsinu þar sem nútímaeldhúsið er ekki lengur bara eldhús heldur samverustaður. Flottustu eldhúsin eru alltaf með smá myndlist þessa dagana.

Eldhús sem flæða

Og hvað er átt við með því? Jú, eldhús í opnum rýmum verða hluti af heildarrýminu og samlagast því vel. Eiginlega eldhús sem líta ekki út fyrir að vera eldhús í hefðbundnum skilningi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert