Þorrabjór með taðreyktum langreyðar-eistum

mbl.is/​Hari

Það er nóg að gera þessi dægrin í þorraundirbúningi og þorravörur streyma nú í verslanir. Þorramaturinn er með besta móti í ár að sögn sérfræðinga og þorrabjórinn lumar á ýmsum spennandi nýjungum.

Alls er 21 þorrabjórstegund skráð í sölu hjá ÁTVR en búist er við fjórum í viðbót. Einnig eru tvær tegundur þorrabrennivíns nú fáanlegar.

Í fyrri úttekt mbl um þorrabjórinn segir meðal annars:

„Stærstu tíðindi þessa sölu­tíma­bils eru jafn­an hvers kon­ar Surta Borg brugg­hús send­ir frá sér. Að þessu sinni eru Surtarn­ir fjór­ir. Surt­ur nr. 93 er þroskaður á bour­bon-tunn­um, Surt­ur nr. 8.15 er 13% og þroskaður á tunn­um sem áður geymdu romm úr púður­sykri, Surt­ur nr. 8.16 er 12,2% og þroskaður í bróm­berja­brandístunn­um og sá síðasti er Surt­ur nr. 8.17 sem er 12,2% að styrk­leika og þroskaður í Chartreuse-tunn­um.

Að vanda send­ir brugg­húsið Steðji í Borg­ar­f­irði frá sér Hval 2 sem er bruggaður með taðreykt­um langreyðar-eist­um. Af öðrum sí­gild­um þorra­bjór­ má nefna Þorra Kalda sem verið hef­ur sá vin­sæl­asti á þessu sölu­tíma­bili und­an­far­in ár og Vík­ing vetr­aröl. Dokk­an á Ísaf­irði hef­ur bruggað Þorra Púka og The Brot­h­ers Brewery í Vest­manna­eyj­um hinn bragðmikla 23.01.73 Port­er. Þá kem­ur áhuga­vert hind­berja- og kirsu­berja­öl frá Segli 67 á Sigluf­irði og belg­ískt öl frá Ölverki sem kall­ast Sóði.

Einna mest spenn­andi ný­metið á borðum þetta árið verður sam­starfs­brugg Vík­ing brugg­húss og Böl brew­ing. Mæt­ast þar mik­il og sterk hefð á Ak­ur­eyri og nýj­ar hug­mynd­ir úr Reykja­vík. Útkom­an er bjór­inn Tryllt­ur sem er af gerðinni New Zea­land Pils og er 6% að styrk­leika.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert