„Eiginmaður fæst gefins gegn því að vera sóttur“

Ljóst er að þessi maður braut ekki múmínbolla nýlega.
Ljóst er að þessi maður braut ekki múmínbolla nýlega.

„Ég myndi ekki gefa hann, ég myndi henda honum,“ er ein þeirra athugasemda sem er að finna inn á fyndnasta spjallþræði sem sést hefur á samfélgsmiðlum lengi og er að finna inn í hópnum Múmínvinir.

Þar birtir kona mynd af mölbrotnum múmínbolla. Af myndinni má ráða að eiginmaðurinn beri ábyrgð á því hvernig sé komið fyrir bollanum og hér er ekki um léttvægt afbrot að ræða enda múmínbollarnir fokdýrir og fágætir.

Spurt er hvort eiginmaðurinn sé lífs eða liðinn á þessu augnabliki en ekkert svar gefið. Annar meðlimur hópsins segir ólíklegt að einhver vilji eiga eiginmanninn eftir þennan glæp og líklegast muni hún þurfa að borga með honum.

Þó er einhver von fyrir eiginmanninn því ein kona óskaði eftir mynd af kauða og enn önnur sendi henni baráttukveðjur og óskaði henni betra gengis með nýjan kall (og bolla).

Mögulega það besta á internetinu í dag...

Svona leit bollinn út sem brotnaði.
Svona leit bollinn út sem brotnaði.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert