Kakan sem klárast alltaf!

Ljósmynd/María Gomez

Meistari María Gomez á Paz.is er snillingur galdra fram veitingar á mettíma og þessi kaka tekur bókstaflega bara tíu mínútur að gera.

„Þessi marengsbomba er eitthvað sem ég er yfirleitt með á boðstólnum í veislum og klárast alltaf. Ekki skemmir fyrir hvað er fáranlega auðvelt að gera hana,“ segir María um þessa dásemdarköku sem er klárlega efst á lista þessa dagana. 

Marengsbomba á 10 mínútum

Hráefni

  • Mér finnst best að henda í skálina eins og 1-2 klst áður en á að bera hana fram og setja í kælir áður 
  • 500-750 ml þeyttur rjómi (eftir því hversu stóra skál þið notið)
  • 2-3 stórir þristar jafnvel meira 
  • 2 king size mars súkkulaði stykki 
  • Fersk jarðaber 
  • Fersk bláber 
  • 1 stk tilbúin marensbotn (fæst í öllum matarbúðum)
  • Kókósbollur (magn eftir smekk) 

Aðferð

  1. Brjótið  marens neðst á botn í skál og setjið svo þeyttan rjóma þar ofan á
  2. Setjið mars, þrist, kókósbollur og fersku berin svo yfir rjómann (skerið samt jarðaberin niður en hafið bláberin heil)
  3. Endurtakið svo aftur þ.e brjóta marens yfir svo rjóma, sælgætið og berin og þannig koll af kolli þar til rjóminn er búinn 
  4. Toppið svo með marens mylsnu og sælgætinu og berjum 
  5. Hér leyfi ég ykkur að ráða magni af berjum og kókósbollum og ef þið viljið hafa enn meiri þrist og mars þá bara bæta því við, hér er allt leyfilegt og ekkert heilagt
  6. Kælið eins og í 1-2 klst í ísskáp 
Ljósmynd/María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert