Matarvagn eða nýjan BMW?

Finnur Bessi Finnsson hjá vagninum.
Finnur Bessi Finnsson hjá vagninum.

Finnur Bessi Finnsson var aðeins fimmtán ára gamall þegar hann ákvað að kaupa sér sérsmíðaðan matarvagn frá Kína en hann rekur núna hamborgarastaðinn Bessa bita úr honum. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að valið hafi staðið á milli þess að kaupa matarvagn eða nýjan BMW-bíl.

„Ég var búinn að vinna við að helluleggja í smá tíma og það var bara þetta eða BMW,“ segir hann og bætir við að mesta vesenið hafi falist í að sannfæra foreldrana um uppátækið. Hann segist hafa pantað matarvagninn í janúar 2021. Matarvagninn var þá sérsmíðaður og barst til landsins sjö mánuðum síðar. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert