Kynörvandi drykkur afar vinsæll

Við erum að renna yfir vinsælustu fréttir Matarvefsins í fyrra og þar kennir ýmissa skemmtilegra grasa. Fréttir af veitingastöðum, gagnleg húsráð og spennandi uppskriftir eru þar fremstar í flokki eins og gefur að skilja en ljóst er að þjóðin hefur óþrjótandi áhuga á öllu því sem viðkemur mat – skiljanlega.

Fréttin af drykknum sem átti að auka kynhvötina var afar vinsæll en engum sögum fer af árangri þeirra sem hann drukku. Miðað við fjölda lesenda þá hljóta einhverjir að hafa prufað hann og gaman væri að heyra hvernig þeim fannst. Uppskriftin var þó nokkuð skotheld enda úr smiðju Kourtney Kardashian sem leggur mikið upp úr næringu og að borða hreint fæði en uppskriftina að drykknum góða má finna hér að neðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka