Það eru ansi margir sem elska hafragraut enda er hann mögulega einn besti og hollasti okugjafi sem fyrirfinnst.
Hér gefur að líta útgáfu af hafragraut frá Lindu Ben sem við fullyrðum að sé ein sú allra besta sem við höfum sé.
Hér leikur Linda sér með nýja hafraskyrið frá Veru Örnudóttur og blandar saman hnetusmjöri og sultu – eða eins og maðurinn sagði: Algjör gargandi snilld!
B&J kaldur hafragrautur – með hnetusmjöri og sultu
- 50 g hafrar
- 1 msk. chia fræ
- 150 g jarðajarja hafraskyr frá Veru
- 1 msk hnetusmjör
- 1 dl vatn
- Sykurlaus jarðaberjasulta
Aðferð:
- Setjið hafra, chia fræ, jarðaberja hafraskyr og hnetusmjör í skál. Hrærið saman.
- Bætið vatninu saman við og hrærið þar til allt hefur samlagast. Leyfið blöndunni að taka sig í ca 30 mín.
- Skiptið blöndunni í tvo hluta, setjið fyrst botnfylli í glösin og setjið u.þ.b. 2 tsk af sultu í hvort glasið, setjið svo restina af grautnum yfir.
- Hægt er að loka glösunum og geyma inn í ísskáp yfir nótt (geymst vel í 2-3 daga), en grauturinn er góður eftir u.þ.b. 30-60 mín.
- Toppið grautinn með hindberjum og smá múslíi.