Hversu hátt á ljós að hanga yfir borðstofuborðinu?

Þessi fallegu ljós koma frá Louis Poulsen.
Þessi fallegu ljós koma frá Louis Poulsen. mbl.is/Louis Poulsen

Það getur reynst erfitt að finna réttu hæðina fyrir ljós að hanga yfir borðstofuborðinu - en hér koma nokkur góð heilráð hvað það varðar.

Reglan segir að minni ljós skuli hanga 55-65 cm fyrir ofan borðið, en stærri ljós eigi að hanga 60-75 cm fyrir ofan borðið. Lýsingin þarf að gefa nægilega birtu, sem fellur náttúrulega niður á borðið án þess að hindra útsýni. Ef þú hengir ljósið of lágt, þá myndast sterk birta á meðan birta frá ljósi sem hangir of hátt á það til að varpa skugga yfir matarborðið.

Borðstofuljós ættu að vera með styrk á við 60 watta peru. Nútíma LED perur nota hins vegar 4-5 sinnum minna afl en glóperur, og því ætti ljós fyrir ofan borðið að varpa 800-1000 lúmenum, samkvæmt stöðlunum í dag.

Í grófum dráttum samsvara 40 wött um 470 lúmens, 60 wött um 800 lúmens og 75 wött um 1050 lúmens. 800-1000 lúmen henta vel fyrir ofan borðstofuborðið og í eldhúsið. Í svefnherberginu kemstu þó upp með að nota í kringum 250 lúmens.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert