Þessi fyrirsögn er hreint ekki skálduð þótt að margan kynni að gruna þar enda ekki algengt að drykkir - hvað þá hjá vinsælu stórfyrirtæki - séu beinlínis hægðalosandi.
Það er þó reyndin með nýja Oleato kaffidrykkinn frá Starbucks en þar er ólífuolíu blandað saman við kaffið.
Kaffið hefur verið vinsælt en fljótlega fór að bera á því á samfélagsmiðlum að fólk væri að kvarta undan hægðalosandi áhrifum drykkjarins. Svo mikið reyndar að það eru heilu þræðirnir á Reddit sem fjalla um málefnið og þykir mörgum nóg um.
Það hefur þó ekki dregið úr vinsældum drykkjarins enda misjafnt hvernig ástatt er fyrir meltingarkerfi einstaklinga og því eflaust margir sem taka þessu aukaverkunum fagnandi.