Toppur verður Bonaqua

Toppur verður Bonaqua. Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri Coca-Cola á Íslandi, …
Toppur verður Bonaqua. Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri Coca-Cola á Íslandi, kveðst spennt fyrir breytingunni. Samsett mynd

Rótgróni vatnsdrykkurinn Toppur mun framvegis kallast Bonaqua. Í tilkynningu frá framleiðanda drykkjarins, Coca-Cola European Partners á Íslandi, segir að engin breyting verði á bragði hans eða bragðtegundum á markaði.

Þá segir að nafnabreytingin sé liður í stefnu alþjóðlegu Coca-Cola-samsteypunnar, eiganda vörumerkisins, um að leggja áherslu á færri en sterkari vörumerki á alþjóðavísu.

Búast megi við nýjungum

Drykkurinn verður áfram framleiddur í plastflöskum í Reykjavík í 100% endurunnu plasti, eins og segir í tilkynningu.

Haft er eftir Önnu Regínu Björnsdóttur, forstjóra Coca-Cola á Íslandi, í tilkynningunni að Bonaqua sé eitt af stærstu vörumerkjum Coca-Cola á heimsvísu í vatnsdrykkjum og fáist á 30 markaðssvæðum.

Þannig sé breytingin mjög spennandi og að íslenskir neytendur megi búast við fleiri nýjungum, eins og nágrannaþjóðir okkar eigi að venjast.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert