Toppur verður Bonaqua

Toppur verður Bonaqua. Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri Coca-Cola á Íslandi, …
Toppur verður Bonaqua. Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri Coca-Cola á Íslandi, kveðst spennt fyrir breytingunni. Samsett mynd

Rót­gróni vatns­drykk­ur­inn Topp­ur mun fram­veg­is kall­ast Bon­aqua. Í til­kynn­ingu frá fram­leiðanda drykkj­ar­ins, Coca-Cola Europe­an Partners á Íslandi, seg­ir að eng­in breyt­ing verði á bragði hans eða bragðteg­und­um á markaði.

Þá seg­ir að nafna­breyt­ing­in sé liður í stefnu alþjóðlegu Coca-Cola-sam­steyp­unn­ar, eig­anda vörumerk­is­ins, um að leggja áherslu á færri en sterk­ari vörumerki á alþjóðavísu.

Bú­ast megi við nýj­ung­um

Drykk­ur­inn verður áfram fram­leidd­ur í plast­flösk­um í Reykja­vík í 100% end­urunnu plasti, eins og seg­ir í til­kynn­ingu.

Haft er eft­ir Önnu Regínu Björns­dótt­ur, for­stjóra Coca-Cola á Íslandi, í til­kynn­ing­unni að Bon­aqua sé eitt af stærstu vörumerkj­um Coca-Cola á heimsvísu í vatns­drykkj­um og fá­ist á 30 markaðssvæðum.

Þannig sé breyt­ing­in mjög spenn­andi og að ís­lensk­ir neyt­end­ur megi bú­ast við fleiri nýj­ung­um, eins og ná­grannaþjóðir okk­ar eigi að venj­ast.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert