Af hverju er súkkulaði svona vinsælt? 

Karen Jónsdóttir, alla jafna kölluð Kaja, sviptir hulunni af leyndardóminum …
Karen Jónsdóttir, alla jafna kölluð Kaja, sviptir hulunni af leyndardóminum um súkkulaðið - ástarlyfið. Samsett mynd

Stórt er spurt en Karen Jónsdóttir frumkvöðull og eigandi Kaja Organic, alla jafna kölluð Kaja, hefur kynnt sér súkkulaði til hlítar og ritað pistla um súkkulaði. Hún veit leyndarmálið um súkkulaðið.

Það er ekki bara bragðið heldur leitum við í áhrif súkkulaðisins við verðum hálfgerðir súkkulaði fíkla, af hverju? „Svarið felst sennilega í innihaldi kakóbaunarinnar.  Í kakóbauninni og þ.á.m. í dökku súkkulaði eru nefnilega allskonar góð efni eða hátt í 300 efnasambönd sem hafa margs konar virkni og áhrif á okkur,“ segir Kaja.

Kakóbaunin inniheldur ástarlyf

„Meðal þess má nefna koffín og þeóbrómin sem bæði eru örfandi efni sem draga úr áhrifum þreytu, örfva vöðva og víkkun æða. Kakóbaunin inniheldur einnig „ástarlyfið“ tryptófan sem er amínósýra sem notuð er í framleiðslu á taugaboðefninu serótónin sem getur kallað fram gleði og feníletílamín sem örvar gleðistöðvar heilans.Vegna þessara fjögra þátta var og er súkkulaði oft kallað fæða guðanna og er þá verið að vísa í ástarguði.“

„Það sem hins vegar hefur vakið mesta umræðu síðastliðin ár um mögulega hollusta súkkulaðis eru fjölfenólar eða andoxunar eiginleikar kakóbaunarinnar sem meðal annars haft hjartaverndandi áhrif. Ekki má gleyma að súkkulaðið inniheldur einnig ýmis vítamín og steinefni. Dökkt súkkulaði er ágætis uppspretta járns, magnesíums og kopars og inniheldur einnig eitthvað af B-vítamínum og einstaka kakóbaunategund inniheldur einnig D-vítamín.

Hollusta súkkulaðis fer þó alltaf eftir kakómassa innihaldinu, því hærri prósenta því hollara. 100% súkkulaði er hollasta súkkulaðið sem hægt er að setja ofan í sig en það er langur vegur frá því að það sé gott en áhrifin eru æði. Því minni sykur æi innihaldinu því betra. En ágætis þumalputta regla er varðandi innihalds sykurs í súkkulaði er að í 70% súkkulaði er 30% sykur, 85% súkkulaði inniheldur 15% sykur.“                                                              

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert