Bjúgun versta sem Friðrik Ómar hefur smakkað

Friðrik Ómar Hjörleifsson segist hafa átt í misgóðu sambandi við …
Friðrik Ómar Hjörleifsson segist hafa átt í misgóðu sambandi við mat. mbl.is/​Hari

Friðrik Ómar söngv­ari og gleðigjafi er næst­ur í röðinni til að svipta hul­unni af mat­ar­venj­um sín­um og sýna á sér mat­ar­hliðina. Mat­ur hef­ur stund­um reynst hon­um þraut­in þyngri. „Ég hef átt í mis góðu sam­bandi við mat í gegn­um tíðina. Sam­band okk­ar batnaði til muna þegar ég fór að borða minna,“ seg­ir Friðrik Ómar.

Hvað færðu þér í morg­un­mat?

„Ég fasta á morgn­ana. Ég fæ mér kaffi, vatn og sóda.“

Borðar þú oft á milli mála og hvað þá helst?

„Nei, það er tóm vit­leysa. Ef ég borða eitt­hvað milli mála þá er það nammi. Helst lakk­rís eða pip­ar nammi.“

Finnst þér ómiss­andi að borða há­deg­is­verð?

„Nei, ég fasta í há­deg­inu líka nema það sé nammi.“

Hvað áttu alltaf til í ís­skápn­um?

„Smjör, ost, kokteilsósu og pop­p­ers.“

Upp­á­halds­grill­mat­ur­inn þinn?

„Fisk­ur, ég hef minnkað kjötátið. Fisk­ur í álp­app­ír með salti, pip­ar, fersk­um krydd­um er lostæti.“

Fer á Hl­ölla­báta til að gera vel við sig

Þegar þú ætl­ar að gera vel við þig í mat og drykk og vel­ur veit­ingastað til að fara á hvert ferðu?

„Hl­ölla­báta, það að klikk­ar ekki. All­ir aðrir veit­ingastaðir klikka gjarn­an á eld­un­inni, Hl­ölla­bát­ar eru alltaf eins. En ég borða bara hálf­an.“

Er ein­hver veit­ingastaður úti í heimi sem er á bucket-list­an­um yfir þá staði sem þú verður að heim­sækja?

„Nei, ég pæli ekki í því.“

Hvaða mat­ar­upp­lif­un stend­ur upp úr í lífi þínu?

„Það er senni­lega bjúgu tíma­bilið þegar ég bjó einn með pabba á ár­un­um 91-´92. Hann eldaði bara bjúgu. Á þess­um tíma vann hann í sjoppu og ég fitnaði rosa­lega. Þetta var brekka.“

Hvað er það versta sem þú hef­ur bragðað?

„Bjúg­un hans pabba.“

Upp­á­haldskokk­ur­inn þinn?

„Það er pabbi.“

Upp­á­halds­drykk­ur­inn þinn?

„Gott rauðvín.“

Ertu góður kokk­ur?

„Ég veit ekki hvort ég sé góður kokk­ur en ég get gert góðan mat. Aðal­málið er að elda mat­inn ekki of mikið.“

„Ég vil bara hvetja fólk til að borða minna en samt klára mat­inn sinn. Hljóm­ar svo­lítið rugl­ings­legt en lík­leg­ast er lyk­ill­inn að vera með litla diska.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert