Hafragrautur sem bragðast eins og kaffikaka

Hafragrautur í formi köku er dásamlegur morgunmatur og brýtur upp …
Hafragrautur í formi köku er dásamlegur morgunmatur og brýtur upp hverdagsleikann. Ljósmynd/Berglind Guðmunds

Stundum má fá sér köku í morgunmat til tilbreytingar og kaka þarf alls ekki að vera óholl. Hafragrautur í kökuformi er tilvalinn í morgunmat og bragðast hreinlega eins og kaffikaka. Þessi dásemdar uppskrift af hafragraut í kökuformi kemur úr smiðju Berglindar Guðmunds hjá Gulur, rauður, grænn og salt og er alltaf jafngóður.

Hafragrautur í kökuformi

  • 1 banani
  • 480 ml möndlumjólk (eða mjólk að eigin vali)
  • 60 ml hlynsíróp
  • 1 tsk. vanilla
  • 400 g OTA haframjöl
  • ½ tsk. lyftiduft
  • 1 tsk. kanill
  • ¼ tsk. múskat
  • ¼ tsk. salt
  • hafra- og hnetukurl
  • 65 g pekanhnetur
  • 60 g sykur
  • 2 msk. hveiti
  • ½ tsk. kanill
  • 4 msk. fljótandi kókosolía

Aðferð:

  1. Byrjið á að hita ofninn í 175°C hita.
  2. Blandið öllum hráefnum vel saman og látið í smurt ofnfast mót.
  3. Gerið mulninginn með því að láta haframjöl og pekanhnetur í matvinnsluvél sem snýst.
  4. Bætið hinum hráefnunum saman við.
  5. Stráið yfir kökuna.
  6. Látið inn í heitan ofn í um það bil 30 mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert