Leynifylling í nýju Pralín súkkulaði

Sara Bjarnadóttir leyfði heppnum Kringlugestum að taka forskot á sæluna …
Sara Bjarnadóttir leyfði heppnum Kringlugestum að taka forskot á sæluna og prófa nýju leynifyllinguna á alþjóðlega súkkulaðideginum, síðastliðinn miðvikudag.

Nú streymir í verslanir nýtt Síríus Pralín súkkulaði frá Nóa Síríus. Þetta er sannarlega ekki fyrsta skemmtilega nýjungin frá sælgætisframleiðandanum uppátækjasama en í þetta skiptið slá þau sjálfum sér við því bragðið er leyndarmál. Já, þú last rétt. Bragðið af silkimjúkri fyllingunni er leyndarmál og sælkerar landsins fá því það einstaka tækifæri að giska á bragðið.

Bragðupplifun hvers og eins einstök

„Okkur fannst skemmtileg hugmynd að búa til gómsæta leynifyllingu og leyfa fólki að spreyta sig á því að giska á bragðið,“ segir Helga Beck, markaðsstjóri Nóa Síríus. Aðspurð segist Helga ekki halda að slíkt hafi verið gert áður á Íslandi, að minnsta kosti ekki fyrir súkkulaði. „Það verður áhugavert að sjá ágiskanirnar því öll upplifum við bragð á mismunandi hátt, bragðheimur hvers og eins okkar er einstakur ef svo má segja. Það gæti því til dæmis verið gaman fyrir fólk að koma saman og deila súkkulaðinu, smakka og giska. Íslenska þjóðin er upp til hópa súkkulaðisérfræðingar og því teljum við þetta skemmtilega og verðuga áskorun fyrir hana,“ segir Helga að lokum.

Heppnir þátttakendur geta hlotið vinning

Til að taka þátt þarf fólk ekki að gera annað en að kaupa nýja Síríus Pralín súkkulaðið, njóta nýja bragðsins og skanna svo QR kóða innan á umbúðunum. Kóðinn leiðir svo viðkomandi á síðu þar sem hægt er að giska á bragðið af fyllingunni. Það er til mikils að vinna því þrír heppnir þátttakendur hljóta glæsilega vinninga:

  1. Vinningur: iPhone 14 Pro, þátttaka í bragðpanil Nóa Síríus og gjafakarfa
  2. Vinningur: Apple Airpods, þátttaka í bragðpanil Nóa Síríus og gjafakarfa
  3. vinningur: Þátttaka í bragðpanil Nóa Síríus og gjafakarfa

Dregið verður úr innsendum réttum ágiskunum 16. október næstkomandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert