Fallegur handgerður Hasselbakki

Hönnunin er stílhrein og látlaus. Fyrir þá sem ekki vita …
Hönnunin er stílhrein og látlaus. Fyrir þá sem ekki vita þá er Hasselbakkinn til að útbúa Hasselback kartöflur og má því segja að bakkinn beri nafn með rentu. Ljósmynd/Sjöfn

Þessi hasselbakki er handgerður og einstaklega fallegur. Hönnunin er stílhrein og látlaus. Fyrir þá sem ekki vita þá er Hasselbakkinn til að útbúa Hasselback kartöflur og má því segja að bakkinn beri nafn með rentuBakkinn er úr amerískri hnotu og stærðin er 13 x 7.5 sentimetrar.

Fallegur handgerður Hasselbakki frá Hnyðju.
Fallegur handgerður Hasselbakki frá Hnyðju. Ljósmynd/Hnyðja

Íslenskt handverk frá Hnyðju

Hasselbakkinn er íslenskt handverk, frá Hnyðju sem er lítið fjölskyldufyrirtæki sem leggur metnað sinn í að vera með íslenskt, umhverfisvænt handverk á sanngjörnu verði. Hnyðja sérhæfir sig í nytja- og skrautmunum, að mestu unnum úr tré. Hver einasti hlutur er smíðaður af natni í höndum og lögð í hann mikil vinna og alúð í anda liðinna ára. Ávallt er leitast eftir að hafa efnivið eins náttúrulegan og umhverfisvænan og býðst hverju sinni. Þetta er þó eingöngu hugsjónavinna og hefur til dæmis ekki verið ofnæmis- eða öryggisprófað nema af fjölskyldunni sjálfri sem stendur að baki Hnyðju. Þarna er engin fjöldaframleiðsla á ferð og ástríða lögð í hvern einasta hlut. Olían sem borin er á vörurnar er svokölluð „foodsafe“ olía,  þ.e. olía sem má nota á eldhúsvörur og er bakteríufráhrindandi. Lakkið sem þau nota er vatnslakk.

Ljúffengt er að strá rifnum parmesan yfir kartöflurnar í lokin …
Ljúffengt er að strá rifnum parmesan yfir kartöflurnar í lokin ásamt grófum saltflögum. Ljósmynd/Sjöfn

Hasselbakkinn þægilegur í notkun

Þegar kemur að því að nota Hasselbakkann er vert að velja bökunarkartöflur sem passa vel fyrir Hasselback útlitið. Bökunarkartöflur eru lagðar í bakkann og skorið þétt ofan í, holan í bakkanum kemur í veg fyrir að þú skerir alla leið. Síðan eru kartöflurnar settar í eldfast fat, hellt smjörbráð hellt yfir og kartöflurnar kryddaðar að eigin geðþótta. Til að mynda með salti og pipar og svo er ljúffengt að strá rifnum parmesan yfir kartöflurnar í lokin rifnum og krydda til með saltflögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka