Óvissa um framtíð Camembert-ostsins

Camembert.
Camembert.

Svo virðist sem óvissa ríki um framleiðslu Camembert-ostsins fræga samkvæmt nýrri rannsókn vísindamanna á vegum Paris-Saclay-háskólans. 

Í stuttu máli snýst málið um sveppinn Penicillium camemberti sem notaður er við gerð Camembert-ostsins og er raunar ómissandi þáttur í framleiðslunni. Vegna gífurlega mikillar eftirspurnar er ekki talið að hægt sé að skaffa nægilega mikið af sveppnum til að sinna framleiðslunni. Hann mun ekki hafa burði til að fjölga sér nægilega hratt samkvæmt rannsókninni. 

Camembert er ekki einungis vinsælasti osturinn í Frakklandi heldur heimsþekkt vara. Var hann fyrst búinn til seint á átjándu öld í bænum Camembert í Normandí eða í norðvesturhluta Frakklands. Snemma á síðustu öld kom sveppurinn Penicillium camemberti til sögunnar í framleiðslunni. 

Samkvæmt breskum ostasérfræðingi Patrick Lance hefur Camembert-osturinn áður lent í ógöngum því starfsemin hafi átt erfitt uppdráttar í kringum heimsstyrjaldirnar. Árið 1982 breyttist þó starfsumhverfið þegar reglugerð var sett um að einungis ostar frá Normandí mættu bera Camembert-nafnið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert