Verður England ný vagga vínræktunar?

Landslag vínræktunar mun breytast umtalsvert á komandi árum ef marka …
Landslag vínræktunar mun breytast umtalsvert á komandi árum ef marka má nýbirta rannsókn. AFP/Georges Gobet

Lofts­lags­breyt­ing­ar gætu með tíð og tíma fært vín­rækt­un nær norður­hveli jarðar. Vín­ekr­ur á sögu­leg­um slóðum eins og á Grikklandi, Ítal­íu og Frakklandi gætu þurrk­ast út sök­um hækk­andi hita­stigs og hvik­ulla rign­ing­artíðar.

Í staðinn gætu mynd­ast kjöraðstæður til vín­rækt­un­ar í lönd­um eins og Englandi. 

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í nýbirtri grein í vís­inda­tíma­rit­inu Nature Review Earth and En­vironment.

Gjör­breytt lands­lag fyr­ir árið 2100

Í grein­inni „Clima­te change is chang­ing the geoprap­hy of wine,“ eða Lofts­lags­breyt­ing­ar eru að breyta lands­lagi vín­rækt­un­ar, seg­ir að vín­ekr­ur frá Grikklandi til Kali­forn­íu gætu þurrk­ast út fyr­ir árið 2100. 

„Sum­ir munu græða á þessu, aðrir munu tapa,“ sagði einn höf­und­ur grein­ar­inn­ar, Cornel­is van Leeuwen, pró­fess­or í vín­rækt­un við Land­búnaðar­há­skól­ann í Bor­deux í Frakklandi, í sam­tali við frétta­stofu AFP. 

Tek­in voru sam­an gögn um hækk­andi hita­stig, þurrka á ákveðunum svæðum og plág­ur og sjúk­dóma sem leggj­ast á jurtir.

Höf­und­ar grein­ar­inn­ar komust að þeirri niður­stöðu að tals­verðar lík­ur væru á því að rækt­un á um 49% til 70% nú­ver­andi vín­rækt­un­ar­svæða gæti ekki staðið und­ir sér til fram­búðar.

Get­ur ræktað vín nán­ast hvar sem er í heim­in­um

Van Leeuwen seg­ir að hægt sé að rækta vín nán­ast hvar sem er í heim­in­um, en að í rann­sókn­inni hafi verið litið til rækt­un­ar fínni vína sem geta staðið fjár­hags­lega und­ir sjálf­um sér, þökk sé nátt­úru­legu lands­lagi.

Rann­sókn­in varpaði einnig ljósi á að um 11% til 25% svæða þar sem stunduð er vín­rækt­un gætu séð já­kvæða þróun í af­kasta­getu með tím­an­um. Þeirra á meðal eru vín­rækt­un­ar­svæði á Englandi.

Spánn, Grikk­land og Ítal­ía í mestri hættu

Talið er að um 90% vínakra á lág­lendi Spán­ar, Grikk­lands og Ítal­íu séu í hættu á því að þurrk­ast út fyr­ir lok ald­ar­inn­ar. 

Þá er einnig hætta á því að vín­rækt­un í Suður-Kali­forn­íu muni drag­ast sam­an um 50% á kom­andi árum, en lofts­lags­breyt­ing­ar gætu haft í för með sér kjöraðstæður til rækt­un­ar í norður­hluta Banda­ríkj­anna. 

Van Leeuwen seg­ir að þó vín­ekr­ur Frakk­lands séu ekki í mestri hættu þá muni vín­rækt­end­ur í Frakklandi engu að síður þurfa að aðlag­ast breyttu lands­lagi, til dæm­is með því að velja þraut­seig­ari þrúg­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert