Lavazza bauð upp á kaffi með blóðbergi

DesignTalks drykkurinn er innblásin af íslenskri náttúru og menningu, en …
DesignTalks drykkurinn er innblásin af íslenskri náttúru og menningu, en hann er íslatte með chili, súkkulaði og rjóma með blóðbergsolíu. Samsett mynd

Í ár er Lavazza nýr samstarfsaðili HönnunarMars og í tilefni þess var búin til nýr kaffidrykkur. Lavazza bauð gestum á DesignTalks upp á ilmandi kaffi, en boðið var upp á klassíska kaffidrykki, latte með áprentuðum lógóum Lavazza og DesignTalks og sérstakan DesignTalks drykk. DesignTalks drykkurinn hélt íslenskri náttúru og menningu í hávegum, en hann var íslatte með chili, súkkulaði og rjóma með blóðbergsolíu. „Hver sopi fól í sér þrískipta upplifun en í upphafi sopans tók á móti manni blóðbergsilmurinn sem Íslendingar þekkja svo vel, þar á eftir svalandi kaffi- og súkkulagðibragð og loks chili-eftirbragð sem yljaði á móti köldum drykknum. Kaffibásinn sjálfur dró innblástur af íslenskri náttúru, þakinn blóðbergi, burkna, fíflum og sóleyjum,“ segir Ragnheiður Skúladóttir, alla jafna kölluð Heiða, vörumerkjastjóri hjá Danól.

Básinn er fallega hannaður þar sem íslensk náttúra fær að …
Básinn er fallega hannaður þar sem íslensk náttúra fær að njóta sín og kaffimálin voru sérstaklega gerð fyrir HönnunarMarsinn. Ljósmynd/Róbert Arnar

Gestum gefst tækifæri að fá sér kaffibolla

Aðspurð segir Heiða að Lavazza hafi áratugum saman verið samstarfsaðili lista og hönnunar á alþjóðavettvangi og staðið fremst í nýsköpun og hönnun kaffidrykkja. „Gestum HönnunarMars gefst áfram tækifæri til að fá sér kaffibolla á heimili HönnunarMars í Hafnartorgi Gallery fram á sunnudaginn næstkomandi, 28. apríl, en þar er sérstakur kaffiprentari sem býður upp á að hlaða inn mynd af eigin vali og fá hana prentaða ofan á kaffi latte.“

Heiða deilir hér með lesendum matarvefsins uppskriftinni að drykknum DesignTalks sem er íslatte með chili, súkkulaði og rjóma með blóðbergsolíu. Drykkurinn sló í gegn á opnunarhátíðinni á miðvikudaginn síðastliðinn.

Íslatte með íslensku blóðbergi hljómar spennandi.
Íslatte með íslensku blóðbergi hljómar spennandi. Ljósmynd/Róbert Arnar

DesignTalks drykkurinn

  • Tvöfaldur espresso – Lavazza Tierra for Planet
  • 100 ml mjólk
  • 10 ml chilisíróp eða eftir smekk (sjá uppskrift fyrir neðan)
  • 15 ml súkkulaðisíróp (hér má líka hræra saman súkkulaði og sykur)
  • Ísmolar
  • Léttþeyttur rjómi
  • Bleikur og fjólublár matarlitur
  • Blóðbergsolía eftir smekk (sjá uppskrift fyrir neðan)

Aðferð:

  1. Bruggið tvöfaldan espresso.
  2. Leyfið kaffinu að kólna á meðan þið léttþeytið rjóma. Áferðin á að minna á þykka jógúrt.
  3. Bætið við matarlit þar til liturinn minnir á blóm blóðbergs.
  4. Bætið við sírópum, ísmolum og mjólk í kaffið.
  5. Toppið með rjómanum og nokkrum dropum af blóðbergsolíunni.

Blóðbergsolía

  • Lauf af þremur greinum af fersku blóðbergi/timian eða eftir smekk.
  • 1 dl bragðlítil olía


Aðferð:

  1. Hreinsið laufin af greinunum, gætið þess af hafa stilkana ekki með en þeir gefa remmubragð.
  2. Hitið olíu með laufunum í 70°C hita.

Chilisíróp

  • Chiliduft, eftir smekk
  • 1 dl sykur
  • 1 dl vatn

Aðferð:

  1. Sjóðið saman jöfn hlutföll af vatni og sykri ásamt chili eftir smekk.
Kaffibarinn á opnunarhátíðinni.
Kaffibarinn á opnunarhátíðinni. Ljósmynd/Róbert Arnar
Boðið var upp á klassíska kaffidrykki, latte með áprentuðum lógóum …
Boðið var upp á klassíska kaffidrykki, latte með áprentuðum lógóum Lavazza. Ljósmynd/Róbert Arnar
Stemning var á kaffibarnum.
Stemning var á kaffibarnum. Ljósmynd/Róbert Arnar
Margir þáðu kaffisopann.
Margir þáðu kaffisopann. Ljósmynd/Róbert Arnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert