Hafdís fær sér alltaf samloku og djús fyrir leik

Gurrý Indriðadóttir, markaðsstjóri Lemon, Hafdís Renötudóttir, landsliðskona í handknattleik, og …
Gurrý Indriðadóttir, markaðsstjóri Lemon, Hafdís Renötudóttir, landsliðskona í handknattleik, og Jóhanna Soffía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Lemon. Ljósmynd/Eiríkur Hafdal

Veitingastaðurinn Lemon hefur gert styrktarsamninga við Hafdísi Renötudóttur, landsliðskonu í handknattleik sem spilar með Val. En Hafdís hefur lagt það í vana sinn að fá sér samloku og djús á Lemon fyrir leik.

„Við höfum nú sem endranær fundið fyrir miklum vilja frá afreksíþróttafólki að velja Lemon, samlokur og djúsa, þar sem þau vita að okkar veitingar eru holl og góð næring. Það er mikil viðurkenning fyrir okkur að afreksíþróttafólk velji Lemon,“ segir Gurrý Indriðadóttir, markaðsstjóri Lemon.

Fram undan eru úrslitaleikir hjá Hafdísi þar sem hún verður í eldlínunni með liðinu sínu Val gegn Haukum. Hafdís á að baki 57 leiki með landsliðinu en í vetur fara liðskonur á Evrópumeistaramótið sem haldið verður í Austurríki. Utan handboltans starfar hún innan raforkugeirans. 

Góð blanda af próteinum, kolvetnum og fitu

„Til að ná árangri skiptir næring miklu máli. Mikilvægt er að borða vel og passa upp á næringargildi fæðunnar. Við þurfum öll að fá nægilega mikið og góða blöndu af próteini, kolvetnum og fitu. Hafdís er vegan og því mjög ánægð með að við vorum að bæta við nýrri vegan samloku á Lemon, vegancado“ segir Gurrý að lokum.

Hjálpa mér að toppa á hárréttum tíma í leik

„Að vera hluti af Team Lemon skapar umhverfi fyrir mig sem íþróttakonu þar sem að ég mæti rétt nærð til leiks í úrslitaleikina. Að borða samloku og djús á leikdegi hjálpar mér að toppa á hárréttum tíma í leik. Ég mæli með fyrir allt íþróttafólk,“ segir Hafdís.

Í Team Lemon eru íþróttamennirnir: Elísa Viðarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, Arnar Pétursson hlaupari, Þórólfur Ingi Þórsson hlaupari, Ingvar Ómarsson hjólreiðamaður, Telma Matthíasdóttir, líkamsræktarþjálfari og einn af eigendum Bætiefnabúllunnar, Elín Birna Hallgrímsdóttir crossfittari og nú Hafdís Renötudóttir handknattleikskona.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert