Snjókrabbaklær er framandi forréttur

Þótt margir kjósi að halda í hefðirnar á jólunum þá er oft sniðugt að breyta til í forréttum og meðlæti. Hér sýnir Snædís Jónsdóttir matreiðslumaður hvernig hægt er að elda snjókrabbaklær á einfaldan hátt en þetta skemmtilega hráefni er ljúffengur forréttur. 

Eyþór Árnason

Snjókrabbaklær

  • 1 poki snjókrabbaklær
  • olía
  • salt
  • 300 g brauðraspur
  • ½ búnt graslaukur

Aðferð:

  1. Hitið pönnu og hellið smá olíu á pönnuna.
  2. Setið olíu og salt á krabbakjötið.
  3. Steikið vel á rauðari hliðinni og setjið pirparrótarmæjónes yfir.
  4. Veltið svo upp úr brauðraspi og stráið söxuðum graslauk yfir.

Piparrótar­mæjónes

  • 5 msk. japanskt mæjó/gott mæjó
  • 1 pakki (50 g) piparrót
  • 1 stk. rauður chili
  • 25 g dill
  • 1 tsk. sítrónusafi

Aðferð:

  1. Skerið chili í tvennt og takið steinana úr, saxið í litla teninga.
  2. Saxið dill í fínt og blandið öllu saman við. Gott er að setja í sprautupoka en líka allt í lagi að hafa í skál og dýfa snjókrabbanum þannig í mæjóið.

Smjörsteiktur brauðraspur (pankó)

  • 300 g brauðraspur
  • 50 g smjör
  • 1 tsk. cayenne-pipar
  • 1 tsk. hvítlauksduft

Aðferð:

  1. Hitið pönnu á miðlungsháum hita, setjið allt á pönnuna
  2. og hrærið í af og til.
  3. Þegar smjörið er bráðnað og brauðraspurinn farinn að brúnast þá er hann klár.
  4. Setjið raspinn á pappír á bakka og látið kólna.

Þessa uppskrift, sem og aðrar, má finna í blaðinu Hátíðarmat frá Hagkaup.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert