Reyes vonast til að geta farið til Real Madrid sem fyrst

Jose Antonio Reyes fagnar marki með Arsenal á síðustu leiktíð.
Jose Antonio Reyes fagnar marki með Arsenal á síðustu leiktíð. Reuters

Spænski landsliðsmaðurinn Jose Antonio Reyes vonast til að komast frá Arsenal til Real Madrid eins fljótt og mörgulegt er. Viðræður á milli Arsenal og Madridarliðsins um félagaskipti hins 22 ára gamla sóknarmanns eru farnar af stað en Reyes sat allan tímann á varamannabekk Arsenal þegar liðið lagði Dinamo Zagreb í 3. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöld.

,,Ég og fjölskylda mín erum töluvert taugaveikluð því við viljum vera viss um að þetta fari ekki út um þúfur. Ég vil komast til Real Madrid sem allra fyrst og eitt er víst að það verður kveikt á farsímanum hjá mér allan sólarhringinn svo ég missi ekki af áríðandi símtölum," sagði Reyes í viðtali við spænska blaðið AS.

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal segist hafa hvílt Reyes í leiknum í gær þar sem hann greindi óánægju hjá leikmanninum en hann er ekki á því að Spánverjinn sé á förum frá félaginu.

Sjá einnig Enski boltinn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert