UEFA vísar kvörtun Lille á bug

Ryan Giggs fagnar markinu umdeilda ásamt félögum sínum í Manchester …
Ryan Giggs fagnar markinu umdeilda ásamt félögum sínum í Manchester United. Það hefur nú verið úrskurðað fullkomlega löglegt. Reuters

UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, hafnaði í dag kvörtun frá franska félaginu Lille um að sigurmark Manchester United gegn liðinu í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn hafi verið ólöglegt. Jafnframt tilkynnti UEFA að framkoma leikmanna Lille eftir markið yrði rannsökuð nánar.

Frakkarnir fullyrtu að dómarinn hefði átt að flauta áður en Ryan Giggs tók aukaspyrnuna snöggt, og fóru þess á leit að leikurinn yrði spilaður að nýju.

„Eftir að hafa skoðað skýrslu dómarans, séð sjónvarpsmyndir af markinu og farið yfir knattspyrnureglurnar, hefur UEFA ákveðið að hafna þssari kvörtun þar sem hvergi var að sjá að tæknileg mistök hefðu verið gerð. Þar með hefur verið úrskurðað að markið var fullkomlega löglegt. Til viðbótar hefur verið ákveðið að rannsaka betur framkomu leikmanna franska liðsins strax eftir markið," sagði í yfirlýsingu frá UEFA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert