Foden skaut Aston Villa í kaf

Phil Foden og Julian Álvarez fagna í kvöld.
Phil Foden og Julian Álvarez fagna í kvöld. AFP/Paul Ellis

Manchester City vann öruggan heimasigur á Aston Villa, 4:1, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

City er áfram í þriðja sæti en nú með 67 stig, jafnmörg og Liverpool og einu á eftir Arsenal. Liverpool á leik til góða.

Manchester-liðið byrjaði af krafti og Rodri skoraði fyrsta markið á 11. mínútu er hann skoraði úr teignum eftir sendingu frá Jeremy Doku.

Aston Villa gafst ekki upp og Jhon Durán jafnaði á 20. mínútu eftir góðan samleik við Morgan Rodgers.

Stefndi allt í að liðin færu jöfn til búningsherbergja, en Phil Foden var á öðru máli. Kom Foden City í 2:1 í uppbótartíma fyrri hálfleiks með marki beint úr aukaspyrnu.

Hann tvöfaldaði forskot City á 62. mínútu með glæsilegu skoti í stöng og inn eftir sendingu frá Rodri og hann fullkomnaði þrennuna á 69. mínútu með glæsilegu skoti upp í samskeytin og þar við sat.  

Rodri fagnar fyrsta marki leiksins.
Rodri fagnar fyrsta marki leiksins. AFP/Paul Ellis
Man. City 4:1 Aston Villa opna loka
90. mín. Aston Villa fær hornspyrnu Það verða að minnsta kosti fjórar mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert