Ekkert sem bendir til hjartavandamála

Hlúð að Fridu Maanum í leiknum um síðustu helgi.
Hlúð að Fridu Maanum í leiknum um síðustu helgi. AFP/Adrian Dennis

Ástæðuna fyrir því að norska knattspyrnukonan Frida Maanum hné niður í leik með Arsenal um síðustu helgi má ekki rekja til hjartavandamála að því er kemur fram í tilkynningu frá enska félaginu.

Hin 24 ára gamla Maanum hné niður í úrslitaleik enska deildabikarsins, sem Arsenal vann 1:0 eftir framlengingu.

„Frida Maanum hefur gengist undir víðtækar rannsóknir sem tveir hjartalæknar í fremstu röð hafa haft umsjón með.

Það hafa hingað til engar augljósar hjartatengdar orsakir fundist við þessar ítarlegu rannsóknir,“ sagði meðal annars í tilkynningu Arsenal.

Þar sagði einnig að Maanum að þar til gerðu tæki hafi verið komið fyrir í líkama hennar til þess að fylgjast með hjartslættinum og að unnið yrði að því að koma Maanum aftur til æfinga í skrefum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert